Valmynd
english

Fundur Heiðursmanna

Gestur Heiðursmanna fimmtudaginn 22. október er Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri Mbl.is.

Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund.

Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.

Guðrún Hálfdánardóttir hefur unnið við blaða- og fréttamennsku á Morgunblaðinu og mbl.is í meira en 20 ár og er meðal reyndustu blaðamanna landsins. Hún er nú fréttastjóri Mbl.is en var áður meðal annars fréttastjóri viðskiptafrétta og hefur skrifað fréttir og stýrt umfjöllun um flestöll svið íslenskra þjóðmála.

  • Hefst: 22. október 2015 - 12:00
  • Lýkur: 22. október 2015 - 13:00
  • Staður: Von