Valmynd
english

Fyrst ég gat hætt, getur þú það líka

Fyrst ég gat hætt, getur þú það líka er heiti á fyrirlestraröð sem Valgeir Skagfjörð, leikari og markþjálfi verður með í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, um leiðir til þess að losna úr þrældómi nikótínfíknar.

valg skagsUm er að ræða fjóra klukkustundarlanga fyrirlestra sem verða haldnir á þriðjudögum í september kl. 17.15 með umræðum í lokin. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á staðnum.

Valgeir skrifaði bókina: Fyrst ég gat hætt, getur þú það líka en hún kom fyrst út árið 2006 og var svo endurútgefin með nokkrum breytingum í byrjun árs 2014.

Valgeir hefur haldið námskeið fyrir reykingamenn og aðra nikótínfíkla frá árinu 1998 og hafa fjölmargir losnað endanlega úr nikótínfangelsinu í kjölfar námskeiðanna og jafnvel lestur bókarinnar einn og sér hefur komið reykingamönnum og nikótínfíklum til að hætta.

Með því að öðlast skilning á reykinga og nikótíngildrunni og átta sig á blekkingum nikótínfíknarinnar þá verða reykingamenn hamingjusamlega lausir úr þrældómnum og upplifa nýtt frelsi sem þeir höfðu ekki getað ímyndað sér að væri hægt að öðlast.

Fyrirlestrarnir verða haldnir í Von á þriðjudögum kl. 17.15 og standa yfir í um það bil klukkustund. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Fyrirlestrarnir verða haldnir sem hér segir:

Þriðjudaginn 8. september kl. 17.15

Þriðjudaginn 15. september kl. 17.15

Þriðjudaginn 22. September kl. 17.15

Þriðjudaginn 29. September kl. 17.15

  • Þessum viðburði lýkur þann 29 september 2015.
  • Staður: Von