Valmynd
english

Mindfulness með Ásdísi Olsen

Hugleiðslunámskeiði í Mindfulness með Ásdísi Olsen, sem SÁÁ hefur boðið upp á frá því í lok febrúar, lýkur föstudag, 1. maí.
Námskeiðið hefur staðið í átta vikur og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Það fer fram í Vonarsalnum í Efstaleiti 7 og hefst klukkan 12.10. Dyrunum er lokað á slaginu og því er nauðsynlegt að mæta stundvíslega. Þótt tíminn á föstudag sé sá síðasti í þessu námskeiði er nýjum aðilum velkomið að mæta og vera með.
Þegar mest hefur verið hafa um 80 manns hafa sótt tíma í þessu áhrifaríka og umbreytandi námskeiði sem er ætlað þeim sem vilja taka ábyrgð á lífi sínu og líðan og öðlast færni til að njóta sín til fulls.
Eins og fyrr sagði er tíminn á föstudag sá síðasti í bili en ráðgert er að taka þráðinn upp að nýju í lok sumars og verður það auglýst sérstaklega.

  • Hefst: 1. maí 2015 - 12:10
  • Lýkur: 1. maí 2015 - 13:00
  • Staður: Von