Valmynd
english

Mindfulness/Núvitund

Frá kl. 12.10 til 12.50 á föstudögum býður SÁÁ opna tíma í núvitund/mindfulness námskeið undir leiðsögn Ásdísar Olsen. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir en þátttakendur þurfa að skrá sig á sérstök blöð. Frá kl. 11.30 til kl. 12.00 er sérstök móttaka fyrir nýtt fólk sem ekki hefur áður komið í tímana.

Ásdís Olsen sér um að leiða tímana og kenna þátttakendum mindfulness (núvitund) en afleysingakennari er Þórdís Björk Sigurþórsdóttir.

Ásdís Olsen (BEd., MA) er Mindfulness-kennari og hefur sérhæft sig í áhrifaríkum aðferðum til að aukja hamingju vellíðan og sátt í lífi og starfi. Hún kennir jákvæða sálfræði og Mindfulness við Háskóla Íslands og starfrækir einnig Mindfulness miðstöðina, mindful.is, þar sem hún veitir einstaklingum og fyrirtækjum ýmsa þjónustu sem tengd er kennslu í mindfulness ásamt samstarfsfólki sínu í Mindfulnessmiðstöðinni, þeim Þórði Víkingi Friðjónssyni, verkfræðingi og kennara við HR, og Þórdísi Björk Sigurþórsdóttur, sem er viðskiptafræðingur og með meistaragráðu í búddískum fræðum frá Naropa háskólanum í Boulder, Colorado.

  • Þessum viðburði lýkur þann 02 desember 2016.
  • Staður: Von