Valmynd
english

Núvitund (Mindfulness)

Frí leiðsögn í boði SÁÁ í hádeginu á föstudögum!
Allir velkomnir 🙂

Þetta er gott tækifæri til að kynnast núvitund (Mindfulness) og fá faglega leiðsögn hjá reyndum kennara. Við erum í salnum á vinstri hönd þegar þið komið inn í Vonarhúsið.
— Vinsamlegar skráið ykkur á viðburðinn!

Nánar um núvitund (Mindfulness):
Mindfulness fer nú sem eldur í sinu um hinn vestræna heim sem svar við þeim aukna hraða, streitu og firringu sem fylgt hefur nýjum tímum. Með Mindfulness þjálfun aukum við meðvitund okkar og gerum merkilegar uppgötvanir um okkur sjálf – hugarfar, upplifanir, líðan og hegðun. Við verðum fær um að mynda fjarlægð frá hugsunum og stýra athyglinni. Við öðlumst aukna meðvitund um okkur sjálf og það sem er að gerast í kringum okkur – náum að vera tengd við okkur sjálf og þá sem í kringum okkur eru. Við verðum fær um að heyra, sjá, skilja, upplifa og njóta lífsins á líðandi stund. Við öðlumst aukna persónulega hæfni, meiri ánægju og árangur í lífi og starfi!
(Sjá nánar hér: http://www.mindful.is/upplysingar/)

  • Þessum viðburði lýkur þann 25 maí 2018.
  • Staður: Von