Valmynd
english

Ráðstefna FÁR, Laugum í Sælingsdal

Félag Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, FÁR, heldur ráðtefnu að Laugum í Sælingsdal 17.-19. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 20 á föstudeginum en lýkur með hádegisverði klukkan 12.30 á sunnudeginum. Verð er 20..000 krónur en 7.000 krónur fyrir félagsmenn Í FÁR. Ráðstefnustjóri er Rakel Birgisdóttir.

Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, er gestafyrirlesari og fjallar Úrræði vegna virkra afbrotamanna. Aðrir fyrirlestrar fjalla meðal annars um starfsánægju, kulnun í starfi og ýmislegt sem snýr að starfi og starfsumhverfi. Farin verður ferð að Staðarfell undir leiðsögn Karls S. Gunnarssonar, dagskrárstjóra þar. Ráðstefnustjóri er Rakel Birgisdóttir. Meðal fyrirlesara eru Hjalti Björnsson, Ásgerður Jóhannesdóttir, Hörður J. Oddfríðarson og Sigurður Gunnsteinsson.

Nánari upplýsingar veitir Páll í síma: 824 7650 eða pallb@saa.is

  • Hefst: 17. apríl 2015 - 20:00
  • Lýkur: 19. apríl 2015 - 12:30
  • Staður: Laugar