Viltu finna ástríðuna í lífinu og láta draumana rætast?

– með núvitund og markþjálfun

Viltu finna ástríðuna í lífinu og láta draumana rætast? Það skiptir í raun engu máli hvaðan þú kemur, heldur eingöngu hvert þú vilt fara og hvernig þú ætlar að komast þangað.

3 vikna námskeið á föstudögum í Von, Efstaleiti 7, frá kl. 9 – 12:
5. 12. og 19. október

Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast sjálfum sér betur, að skoða og endurskoða gildin sín, virkja innra hvatakerfi og finna þá tilfinningu að brenna fyrir markmiðum sínum.

Umsjón með námskeiðinu hafa Ásdís Olsen núvitundarkennari og markþjálfi og Ingvar Jónsson stjórnunarfræðingur og markþjálfi.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 18 manns. Verð: 18.000 kr.
Skráning stendur yfir í Von, Efstaleiti 7, eða í síma 530 7600!
VIRK starfsendurhæfingarsjóður endurgreiðir námskeiðið

Frekari upplýsingar um innihald námskeiðsins veitir Ásdís Olsen í síma
898 9830 eða gegnum netfangið asdis.olsen@saa.is


Dagur 1. Yfirsýn: Að kortleggja stöðuna

 • Hugarró og sjálfstenging
 • Afstaða og hugarfar (Hugræna módelið)
 • Tilfinningagreind
 • Lífshjólið – yfirsýn
 • Ásetningur

Dagur 2. Sjálfsskoðun: Merking, tilgangur og ástríða

 • Styrkleikar – áskoranir
 • Orkustjórnun
 • Gildavinna
 • Sjálfstraust – að standa við litlu loforðin

Dagur 3: Markmiðssetning: Skref til árangurs

 • Framtíðarsýn – vitsmunasköpun – möguleikavíddin
 • BE SMART – markmiðasetning
 • GANTT plan
 • Framtíðin – vörður á leiðinni

Vinnulag á námskeiðinu:
Á námskeiðinu eru stuttir fyrirlestrar og innlagnir en megináherslan er á æfingar og virkni þátttakenda. Námskeiðsbæklingur fylgir og leiðsögn í núvitund á hljóðfælum. Annað lesefni sem mælt er með: Sigraðu sjálfan þig eftir Ingvar Jónsson og Núvitund (Google bókin – Search Inside yourself) eftir Ched Mang Chan.

Nánar um innihald námskeiðs:

 • Yfirsýn yfir lykilþætti lífsins
 • Hugræna módelið
 • Gildi og viðhorf
 • Sjálfstraust
 • Heilindi
 • Styrkleikar og áskoranir
 • Innri viska
 • Tilfinningagreind
 • Heildarhugsun og samskiptagreind
 • Leikvöllur samskipta
 • Orkustjórnun
 • Þrautseigja
 • Hvað er markmiðasetning?
 • Tímaþjófar og tímastjórnun
 • Tegundir markmiða
 • Hvernig seturðu þér BE SMART markmið?