Von

Fjölbreytt starfsemi í þágu áfengis- og vímuefnasjúklinga og fjölskyldna þeirra

Göngudeild SÁÁ í Reykjavík

Fjölbreytt starfsemi í þágu áfengis- og vímuefnasjúklinga og fjölskyldna þeirra fer fram á göngudeild SÁÁ í Reykjavík. Hluti áfengis- og vímuefnasjúklinga kemur á göngudeildina til að leita ráðlegginga og greiningar á vanda sínum. Ef niðurstaða greiningarviðtals gefur tilefni til er viðkomandi lagður inn á sjúkrahúsið Vog við fyrsta tækifæri og þá hefst hefðbundin áfengis- og vímuefnameðferð. Oft er hins vegar hægt að leysa vanda fólk án þess að til innritunar á Vog þurfi að koma.


Viðtalsþjónusta

Viðtalsþjónusta við ráðgjafa á göngudeild er veitt alla daga, bæði fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur.


Dagmeðferð

Hægt er að sækja dagmeðferð á göngudeild í Reykjavík. Dagmeðferð hentar þeim sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, búa við góðar félagslegar aðstæður og góða líkamlega heilsu.


Eftirfylgni og stuðningur

Að lokinni meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi og/eða inniliggjandi eftirmeðferð á Vík er boðið upp á áframhaldandi meðferð á göngudeildum SÁÁ í 12 mánuði. Mismunandi hópar fá mismunandi úrræði. Stuðningshópur er einnig í boði alla daga.


Fjölskyldumeðferð

Fjölskyldumeðferð er fyrir aðstandendur fólks með fíknsjúkdóm, að henni lokinni geta þátttakendur nýtt sér vikulega eftirfylgni á göngudeild.
Lesa meira um fjölskyldumeðferð


Sálfræðiþjónusta barna

Í göngudeildinni í Reykjavík, er veitt sálfræðiþjónusta fyrir börn á aldrinum 8-18 ára sem eru aðstandendur fólks með fíknsjúkdóm. Meðferðin er sérhæft inngrip sálfræðings í 8 viðtölum.
Lesa meira um sálfræðiþjónustu barna


Foreldrahópur og fræðsla

Vikulega er opinn stuðningshópur með ráðgjafa og fræðslufyrirlestrar fyrir aðstandendur ungs fólks með fíknsjúkdóm.
Lesa meira um foreldrafræðslu


U-hópur (ungmennameðferð)

Vikulega er opinn meðferðarhópur með ráðgjafa og sálfræðingi fyrir ungt fólk með fíknsjúkdóm. Hópurinn hittist á miðvikudögum kl. 18.00 í Von, Efstaleiti 7.


Meðferð fyrir fólk með spilafíkn

Fólk með spilafíkn og aðstandendur þeirra geta fengið einstaklingsviðtöl við ráðgjafa. Einnig er boðið upp á helgarmeðferð við spilafíkn.
Lesa meira um meðferð við spilafíkn


Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur er haldinn alla miðvikudaga kl. 16.00 þar sem úrræði SÁÁ eru kynnt.


Opin fyrirlestraröð fyrir alla

Boðið er upp á fyrirlestra í göngudeildinni í Reykjavík fjóra daga vikunnar kl. 13.00. Fyrirlestrarnir eru í boði fyrir alla sem vilja afla sér þekkingar um fíknsjúkdóminn.

von-350
Komur á ári
Fjöldi virkan dag
Viðtöl á ári
Einstaklingar á ári

Framkvæmdastjóri lækninga er Valgerður Á. Rúnarsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum og fíknlækningum.

Hjúkrunarforstjóri er Þóra Björnsdóttir.

Yfirsálfræðingur SÁÁ er Ingunn Hansdóttir.

Dagskrárstjóri Von er Karl S. Gunnarsson.

Von
Efstaleiti 7
103 Reykjavík
Sími: 530 7600
Fax: 530-7601
Netfang: saa@saa.is

Opið: mán.- fös. kl. 9.00-16.00.