Styrktarmót SÁÁ á Brautarholtsvelli
Styrktarmót SÁÁ í samstarfi við Vörð tryggingafélag fór fram á Brautarholtsvelli þann 7. ágúst síðastliðinn. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður í alla staði – veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og sköpuðu kjöraðstæður fyrir golf, samveru og gleði.
Mótið var fullbókað og þátttakendur komu víða að til að sameinast um eitt markmið: að styðja við mikilvægt starf SÁÁ í þágu þeirra sem glíma við fíknisjúkdóma og aðstandenda þeirra. Það var greinilegt að samstaðan og áhuginn var mikill, enda ríkti góð stemning frá fyrsta teigi til síðasta pútts.
Við viljum færa öllum keppendum okkar innilegar þakkir fyrir þátttökuna og stuðninginn. Sérstakar þakkir fær Gunnar og allt starfsfólk Brautarholtsvallar fyrir frábærar móttökur og lipurð í undirbúningi og framkvæmd dagsins. Einnig viljum við nefna þau fjölmörgu fyrirtæki sem lögðu til glæsilega vinninga – án þeirra hefði verðlaunaafhendingin ekki verið jafn vegleg og hún var. Þá viljum við sérstaklega þakka Vörð fyrir rausnarlegan stuðning við mótið, sem skipti sköpum fyrir framkvæmd þess og árangur.
Mótsstjórn var í höndum Steina Hallgríms, sem stýrði mótinu af sinni alkunnu snilld. Hann lét ekki hjá líða að gefa keppendum nokkur góð ráð um tækni og sveiflur þegar hann sá tækifæri til að bæta spilamennskuna, allt með léttu hjarta og bros á vör.
Slíkir viðburðir minna okkur á hversu mikilvægt það er að sameinast um góð málefni. Fjármunirnir sem safnast í gegnum mótið renna beint til SÁÁ og nýtast í áframhaldandi þjónustu og stuðning við þá sem þurfa mest á því að halda.
Við hjá SÁÁ erum þakklát fyrir daginn, þátttakendur og velviljann sem mótinu var sýndur – og við erum nú þegar farin að undirbúa Styrktarmót SÁÁ 2026.
Skoða myndir hér
Hægt er að vista myndirnar hjá sér með því að hlaða þeim niður.
Gott veður tók á móti okkur í fallegu landslagi
Keppendur fyrir mót
Keppendur eftir mót
Kaffi og meðlæti frá IKEA