Foreldranámskeið

Foreldranámskeið

Fyrir foreldra ungmenna með fíknivanda
foreldrafraedsla

Umsjónarmenn námskeiðs

 • Katrín Ella Jónsdóttir, sálfræðingur.
 • Þóra Björk Ingólfsdóttir sálfræðingur.
 • Halldóra Jónsdóttir, áfengis-og vímuefnaráðgjafi.
 • Guðlín Kristinsdóttir, áfengis-og vímuefnaráðgjafi.

Námskeiðið kostar um 24.670.-  eða í samræmi við verðskrá Sjúkratrygginga Íslands.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið foreldrar@saa.is

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum má senda tölvupóst á foreldrar@saa.is eða hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600.

Foreldranámskeið er sérstaklega ætlað foreldrum og/eða öðrum aðstandendum ungmenna (15-25 ára) sem eiga í áfengis- og/eða vímuefnavanda, hvort sem þau hafi farið í meðferð hjá SÁÁ eða ekki.  Foreldranámskeiðið er byggt á gagnreyndum aðferðum eins og áhugahvetjandi samtali (Motivational Interviewing) og CRAFT (Community Reinforcement and Family Training). Þessar aðferðir hafa reynst vel fyrir fjölskyldur fólks með fíknivanda

Fyrirkomulag námskeiðsins

Foreldranámskeiðið telur 5 vikur og hver tími samanstendur af fræðslu, umræðum og verkefnavinnu. Allir þátttakendur námskeiðsins fá afhenda handbók með útdráttum af fræðslu hvers tíma, verkefnum og öðrum gagnlegum upplýsingum.

Markmið námskeiðsins

Að auka þekkingu aðstandanda á fíknivanda ungmenna, þróun hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á fjölskylduna. Að kenna umönnunaraðilum aðferðir eins og hvernig hægt er að hafa áhrif á áhugahvöt og auka farsæl samskipti til að hvetja ungmenni til breytinga, fjölskyldunni allri til bóta. Að efla og styðja foreldra með því að kenna leiðir til sjálfsræktar.

Eftirfarandi erindi eru hluti af Foreldranámskeiði:

 • Fíknisjúkdómurinn og vímuefnin
 • Áhrif vímuefna á heilaþroska og hegðun ungmenna
 • Líðan foreldra og óhjálpleg viðbrögð í erfiðum aðstæðum
 • Sjálfsrækt I: Hvað get ég gert núna í átt að betri líðan
 • Sjálfsrækt II: Hvað styrkir mig til framtíðar
 • Að framkalla jákvæðar breytingar með því að ná til áhugahvatar
 • Að auka farsæl samskipti
 • Að styrkja æskilega hegðun
 • Að leyfa neikvæðar afleiðingar óæskilegrar hegðunar
 • Bataferlið og bakslög

ERTU TILBÚIN(N)

að leita þér aðstoðar?