Niðurstöður jafngilda ekki sjúkdómsgreiningu.
Sjúkdómsgreiningar SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 – greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.
Hófleg drykkja?
Hófleg drykkja er skilgreind á eftirfarandi hátt:
Karlar (20-65 ára):
- Tveir drykkir eða minna á dag að jafnaði.
Aldrei meira en fimm drykkir í hvert sinn.
Samanlagt fjórtán drykkir á viku eða minna.
Konur (og karlar eldri en 65 ára):
- Einn drykkur eða minna á dag að jafnaði.
Aldrei meira en fjórir drykkir í senn.
Samanlagt minna en sjö drykkir á viku.
Einn drykkur af áfengi = einfaldur sjúss á bar
Þegar rætt er um einn drykk af áfengi eða einn skammt af víni í fréttum um rannsóknir á áhrifum drykkju er átt við skammt sem inniheldur um 12 g af hreinu áfengi. Slíkur skammtur svarar til u.þ.b. eins barskammts, sem eru 30 ml af brenndu víni (einfaldur sjúss), um 150 ml af léttu víni eða um 400 ml af bjór.