Sjálfspróf getur veitt einstaklingum vísbendingar um eigin stöðu. Niðurstöður jafngilda hins vegar ekki sjúkdómsgreiningu. Sjúkdómsgreiningar heilbrigðisstarfsfólks SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.
Nafnið er þannig til komið að t vísar til enska orðsins " tolerance" í fyrstu spurningunni, W til " Worried" í annarri, E til "Eye opener" í þriðju, A til "Amnesia" í fjórðu og k til " "cut down" í þeirri fimmtu. Þetta skimunarpróf er einkum ætlað konum, en þó sérstaklega barnshafandi konum.
Merktu við ef þú telur já-svar eiga við hjá þér
Fá niðurstöðu
Fjöldi stiga: 0
Af svörunum að dæma er viðkomandi alkóhólisti. Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert. Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu.
Hæst er hægt að fá sjö stig á TWEAK þar sem jákvætt svar við fyrstu tveimur spurningunum gefur tvö stig en jákvætt svar við síðustu þremur gefur eitt stig.
Tvö stig eða fleiri benda til áfengisvanda sem kallar á frekari greiningu og eftir því sem stigin eru fleiri er vandinn meiri.
Spurningalistar geta hins vegar aldrei orðið eins nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu því leita til slíkra aðila. Þú getur t.d. farið í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri eða talað við heilsugæslulækninn þinn um málið.
Af svörunum að dæma getur viðkomandi verið róleg(ur) því áfengisneyslan er eðlileg.
Við sendum fréttir af starfseminni um það bil tvisvar í mánuði, afskráning er bara einn smellur.