Sjálfspróf getur veitt einstaklingum vísbendingar um eigin stöðu. Niðurstöður jafngilda hins vegar ekki sjúkdómsgreiningu. Sjúkdómsgreiningar heilbrigðisstarfsfólks SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.
AUDIT ( Alcohol Use Disorder Identification Test ) var útbúið af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Þetta skimunarpróf er einkum talið gott til að finna fljótt þá sem drekka of mikið magn af áfengi án félagslegra vandamála en eiga á hættu að fá líkamlega fylgikvilla og eru að þróa með sér áfengissýki.
Merktu við það svar sem þú telur eiga við hjá þér
Formleg niðurstaða
Niðurstaða
Fjöldi stiga: 0
Af svörunum að dæma getur viðkomandi verið róleg(ur) því áfengisneyslan er eðlileg.
Hægt er að fá 0-41 stig út úr þessu prófi. Átta stig eða fleiri benda til áfengisvanda og kalla á frekari greiningu og eftir því sem stigin eru fleiri er vandinn meiri.
Spurningalistar geta hins vegar aldrei orðið eins nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu því leita til slíkra aðila. Þú getur t.d. farið í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri eða talað við heilsugæslulækninn þinn um málið.
Af svörunum að dæma er viðkomandi alkóhólisti. Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert. Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu.
Við sendum fréttir af starfseminni um það bil tvisvar í mánuði, afskráning er bara einn smellur.