Stefnur SÁÁ
SÁÁ hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem tóku gildi þann 15. júlí 2018. Umrædd lög voru sett til innleiðingar og lögfestingar á almennu persónuverndarreglugerðinni (REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) 2016/679, frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB).
Stefna SÁÁ er sú að gæta skuli fyllsta jafnréttis og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Þannig er tryggt að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best. Mismunun er óheimil, í hvaða formi sem hún birtist og er það stefna fyrirtækisins að útrýma slíkri mismunum komi hún í ljós. Hver starfsmaður SÁÁ er metinn að verðleikum, óháð kynferði, kynþætti, aldri, þjóðerni eða trú.
SÁÁ hagnýtir upplýsingatækni og upplýsingakerfi við varðveislu gagna og miðlun þeirra á sem hagkvæmastan hátt. Upplýsingakerfi SÁÁ innihalda viðkvæmar og í sumum tilvikum persónugreinanlegar upplýsingar sem ekki má nota í öðrum tilgangi en vegna starfsemi SÁÁ. Trúverðugleiki og hagsmunir aðila, sem tengjast málum er upplýsingarnar varða, gætu skaðast ef upplýsingarnar eru ónákvæmar, komast í rangar hendur eða eru ekki aðgengilegar þegar þeirra er þörf.