Fara í efni

Spurt og svarað

  • Þeir sem hafa ekki verið áður á sjúkrahúsinu Vogi, fá strax við gerð beiðar, næsta lausa tíma í innlögn.
  • Endurkomu einstaklingar sem ekki hafa verið á sjúkrahúsinu Vogi síðustu 8-10 ár, fá strax við gerð beiðnar, næsta lausa tíma í innlögn.
  • Ungmenni 25 ára og yngri eru alla jafna í forgangi og fá strax innlagnardag.  Markmiðið er innan 10 daga, en stýrist af innlagnarteymi Ungmennameðferðar
  • Þverfaglegur innlagnarfundur tekur afstöðu til beiðna um flýtiinnlagnir sem koma m.a vegna barnaverndarmála, líkamlegra veikinda, samhengis við aðrar sjúkrastofnanir eða annarra  velferðarmála.

Nánari greiningu má sjá í Gæðauppgjöri 2022

 

Hvar er Vogur?

Sjúkrahúsið Vogur er staðsett að Stórhöfða 45, 110 Reykjavík.

Hvað kostar að koma í meðferð?

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við meðferð sjúkratryggðra í samræmi við gildandi þjónustusamninga við SÁÁ.  Hægt er að fá nánari upplýsingar um greiðsluþátttöku og gjaldskrár í síma 530 7600

Hvað á ég að hafa með mér?

Gátlisti fyrir sjúkrahúsið Vog

Gátlisti fyrir meðferðarstöðina Vík

 

Sjá einnig algengar spurningar barna og unglinga.