Afeitrun og greining

Sjálfspróf

AUDIT

AUDIT (Alcohol Use Disorder Identification Test) var útbúið af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Þetta skimunarpróf er einkum talið gott til að finna fljótt þá sem drekka of mikið magn af áfengi án félagslegra vandamála en eiga á hættu að fá líkamlega fylgikvilla og eru að þróa með sér áfengissýki.

TWEAK

Nafnið er þannig til komið að T vísar til enska orðsins „Tolerance“ í fyrstu spurningunni, W til „Worried“ í annarri, E til „Eye opener“ í þriðju, A til „Amnesia“ í fjórðu og K til „Cut down“ í þeirri fimmtu. Þetta skimunarpróf er einkum ætlað konum, en þó sérstaklega barnshafandi konum.

SMAST

Viltu vita hvort áfengisneyslan er í lagi? SMAST-greining, Short Michican Alcoholism Screening Test

CAGE

Vísindalegar rannsóknir hafa margoft verið gerðar á spurningalistum þeim sem hér er að finna. Niðurstaða þessara rannsókna er sú að þeir eru furðu nákvæmir. Ef þú hefur áhuga á að fá svör við því hvort áfengisneysla þín eða einhvers sem þú þekkir er eðlileg eða ekki ættir þú að fá nokkuð nákvæmt svar ef þú svarar spurningunum samviskusamlega.

SOGS

SOGS-spurningalistinn, South Oaks Gambling Screen, var upprunlega útbúinn af Dr. Henry Lesieur og Dr. Sheilu Blume og lagður fyrir einstaklinga sem voru í áfengis- og vímuefnameðferð. Spurningalistinn gegnir því hlutverki að greina einstaklinga sem bera einkenni spilafíknar eða þjást af henni.

Ertu tilbúinn til að leita þér aðstoðar?