Á hverju ári heldur Góði hirðirinn uppá jólauppboð þar sem allt sem safnast rennur til góðgerðafélags.
Á þessu ári ætla þau að láta gott af sér leiða til SÁÁ og ungs fólks í fíknivanda.
Gefum hlutum allt annað líf - Jólauppboð
Verður haldið 14. desember klukkan 14:00 í Góða hirðinum.
Komum saman og látum gott af okkur leiða fyrir jólin. Vertu með í skemmtilegu og ævintýraríku jólauppboði þar sem allskonar dýrgripir verða boðnir upp. Tónlist, frábærir gestir og fleira skemmtilegt. Ekki láta þig vanta.