Starfsmanna- og jafnréttisstefna SÁÁ

Starfsmanna- og jafnréttisstefna SÁÁ

Stefna SÁÁ er sú að gæta skuli fyllsta jafnréttis og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Þannig er tryggt að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best. Mismunun er óheimil, í hvaða formi sem hún birtist og er það stefna fyrirtækisins að útrýma slíkri mismunum komi hún í ljós. Hver starfsmaður SÁÁ er metinn að verðleikum, óháð kynferði, kynþætti, aldri, þjóðerni eða trú.

Framkvæmd og umfang

Jafnréttisstefna þessi nær til allrar starfsemi fyrirtækisins. Stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á framgangi jafnréttismála í samræmi við þessa áætlun, en endanleg ábyrgð er hjá forstjóra/framkvæmdastjóra.

Forstjóri/framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að áætlun þessari sé fylgt. Hann hefur frumkvæði að því að viðhalda upplýsingum um þætti sem varða jafnréttismál og gerir árlega tillögu um endurskoðun á jafnréttisstefnunni, ef þurfa þykir.

 
SÁÁ leggur metnað í að tryggja trúnað og vernd þeirra persónuupplýsinga sem SÁÁ þarf að afla og vinna með í tengslum við starfsemi sína, þ.á.m. upplýsingar um sjúklinga, aðstandendur, starfsmenn, félags- og styrktaraðila og aðra viðskiptavini.

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða gögnum SÁÁ safnar, hvernig unnið er með slík gögn, hverjir hafa aðgang að gögnunum og hvernig þú getur nálgast frekari upplýsingar um persónuverndarmálefni SÁÁ.

shutterstock_page-1000x750

Markmið

  • Við ákvörðun um ráðningu og tilfærslur er lögð áhersla á jafnrétti og jöfn tækifæri.
  • Gæta skal jafnræðis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsmanna í starfshópum og nefndum á vegum fyrirtækisins.
  • Greiða skal sömu laun og kjör fyrir sambærileg störf.
  • Starfsmenn eiga jafnan aðgang að starfsmenntun og þjálfun.
  • Starfsmönnum skal gert kleift að samræma vinnu og einkalíf eins og hægt er.
  • Kynferðisleg áreitni og einelti er ekki liðið hjá SÁÁ.

Ertu tilbúinn til að leita þér aðstoðar?

…til betra lífs