Stjórn SÁÁ

Stjórn SÁÁ

Aðalstjórn samtakanna skipa 48 einstaklingar. Kjörtími stjórnarmanna er þrjú ár og skulu 16 kjörnir á hverjum aðalfundi auk 7 varamanna til eins árs. Endurkosning stjórnarmanna er heimil. Kjörgengir eru, auk einstaklinga sem aðild eiga að samtökunum, fyrirsvarsmenn félaga sem aðild eiga að SÁÁ. Séu slíkir menn kjörnir í stjórnina sitja þeir út kjörtíma sinn þó þeir hætti sem fyrirsvarsmenn þess félags sem aðildina á að samtökunum.

Framkvæmdastjórn skal skipuð níu mönnum sem aðalstjórn kýs úr sínum hópi til eins árs á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund. Skal formaður kosinn sérstaklega og er hann jafnframt formaður aðalstjórnar, að öðru leyti skiptir framkvæmdastjórn með sér verkum. Framkvæmdastjórnarfundir teljast löglegir ef 5 framkvæmdastjórnarmenn mæta.

Nöfn stjórnarmanna stjórn SÁÁ starfsárið 2022-2023 eru aðgengileg á pdf skjali hér.

Framkvæmdastjórn SÁÁ 2022 til 2023

shutterstock_748822669-1024x683
0
Aðalstjórn fjöldi
0
Kjörtími ár

Ertu tilbúinn til að leita þér aðstoðar?