Fara í efni

Stjórn SÁÁ

Aðalstjórn SÁÁ skipa 48 einstaklingar. Kjörtími stjórnarfólks eru þrjú ár og skulu 16 kjörin á hverjum aðalfundi. Þá skal kjósa, til eins árs, 7 einstaklinga til vara. Endurkosning stjórnarfólks er heimil.

Aðalstjórn er æðsta vald SÁÁ milli aðalfunda. Kjörgengir í aðalstjórn SÁÁ eru skuldlausir félagar. Hið sama á við um forsvarsfólk lögaðila sem aðild eiga. Missi einstaklingur kjörgengi sitt eða segi sig frá stjórnarstörfum, ber að kjósa í hans stað, út kjörtíma, á næsta aðalfundi SÁÁ.

Í framkvæmdastjórn sitja 9 einstaklingar. Formaður, varaformaður og ritari SÁÁ eru kjörin sérstaklega og sitja sem slík í framkvæmdastjórn. Að auki sitja 6 meðstjórnendur í framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórnarfundir teljast löglegir og ályktunarhæfir, ef 5 einstaklingar úr framkvæmdastjórn mæta. Framkvæmdastjórn gefur aðalstjórn reglubundið skýrslu um störf sín og skal leggja fyrir hana til umræðu og ákvarðanatöku allar fyrirætlanir um meiriháttar fjárfestingu, breytingu á rekstri stofnana eða stofnsetningu nýrra stofnana, svo og ákvarðanatöku um stefnumótun í samskiptum við opinbera aðila ef þurfa þykir. (sjá samþykktir SÁÁ)

Nöfn stjórnarmanna stjórn SÁÁ starfsárið 2023-2024 eru aðgengileg á pdf skjali hér.

Aðalstjórn hefur sett sér siðareglur. Þær má nálgast hér.

Fundarsköp aðalstjórnar voru samþykktar á fyrsta fundi aðalstjórnar. Þau eru aðgengileg hér.

Á aðalfundi var einnig samþykkt erindisbréf nefndar um samþykktir SÁÁ. Það er aðgengilegt hér.