Fara í efni

Aðstandendanámskeið

Þjónusta SÁÁ við fjölskyldur er ætluð aðstandendum fólks með fíknsjúkdóm

Aðstandendur

Þjónusta SÁÁ við fjölskyldur er ætluð aðstandendum fólks með fíknsjúkdóm hvort sem einstaklingurinn hefur farið i meðferð eða ekki.

Markmiðið er að auka þekkingu þátttakenda á einkennum fíknsjúkdómsins og áhrifum hans á fjölskylduna og meðlimi hennar.

Viðtalsþjónusta

Viðtalsþjónusta er í boði alla virka daga frá kl. 8.15 – 12.00 og 13.00 – 16.00. Hana geta allir aðstandendur nýtt sér, bæði þeir sem vita að einhver þeim nákominn á við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og hinir sem eru í vafa og vilja fá upplýsingar og greiningu. Viðtölin taka oftast um 45 mínútur. Hægt er að panta tíma í síma 530-7600. Aðstandendur fólks með spilafíkn geta einnig nýtt sér viðtalsþjónustu fjölskyldudeildar SÁÁ.

Aðstandendanámskeið

Aðstandendanámskeið er 4 vikna námskeið sem eru haldin reglulega allt árið. Námskeiðin fara fram á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16.00 til 18.00 í göngudeild Sáá, Efstaleiti 7.
 
Á aðstandendanámskeiði er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknsjúkdómnum, einkennum hans, birtingarmyndum og áhrifum á aðstandendur.
 
Á námskeiðinu er einnig fjallað um bata, sjálfsrækt, áhugahvöt til breytinga og mörk.
Námskeiðið er í formi fræðsluerinda og umræðuhópa þar sem þátttakendur fá tækifæri til að ræða efni fræðslunnar og reynslu sína í hópi annarra.
 
Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar.
 
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræða sig um fíknsjúkdóminn og áhrif hans á aðstandendur. Foreldrar, systkini, makar, fullorðin börn þeirra sem hafa átt við fíknvanda að stríða og aðrir nánir ættingjar hafa nýtt sér þetta námskeið.