Aðstandendanámskeið
Þjónusta SÁÁ við fjölskyldur er ætluð aðstandendum fólks með fíknsjúkdóm
Þjónusta SÁÁ við fjölskyldur er ætluð aðstandendum fólks með fíknsjúkdóm hvort sem einstaklingurinn hefur farið i meðferð eða ekki.
Markmiðið er að auka þekkingu þátttakenda á einkennum fíknsjúkdómsins og áhrifum hans á fjölskylduna og meðlimi hennar.
Viðtalsþjónusta er í boði alla virka daga frá kl. 8.15 – 12.00 og 13.00 – 16.00. Hana geta allir aðstandendur nýtt sér, bæði þeir sem vita að einhver þeim nákominn á við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og hinir sem eru í vafa og vilja fá upplýsingar og greiningu. Viðtölin taka oftast um 45 mínútur. Hægt er að panta tíma í síma 530-7600. Aðstandendur fólks með spilafíkn geta einnig nýtt sér viðtalsþjónustu fjölskyldudeildar SÁÁ.