Stattu við bakið á SÁÁ og fáðu skattaafslátt í leiðinni
Einstaklingar fá skattafslátt af styrktargreiðslum sínum til SÁÁ. Þetta virkar þannig að í byrjun árs sendir SÁÁ Skattinum yfirlit yfir styrktargreiðslur liðins árs. Skatturinn endurgreiðir upphæð sem nemur tekjuskatti viðkomandi einstaklings (um og yfir einn þriðji styrktargreiðslunnar). Endurgreiðslan (afslátturinn) berst við álagningu í ágúst.
Allar greiðslur í styrktarsjóð SÁÁ mynda rétt til skattaafsláttar sem skilar sér með endurgreiðslu frá Skattinum. Lágmarkið er 10 þúsund krónur á ári og hámarkið 350 þúsund. Hámarks upphæðin er tvöföld fyrir hjón, þ.e. 700 þúsund krónur.
Dæmi um skattaafslátt fyrir mismunandi framlög í styrktarsjóðinn (miðað við 38% skatthlutfall):
- Framlag upp á 3.500 krónur á mánuði þýðir að viðkomandi einstaklingur greiðir í raun 2.170 krónur og fær 1.330 krónur endurgreiddar frá Skattinum.
- Styrkur upp á 5.000 krónur á mánuði skilar endurgreiðslu (skattafslætti) upp á 1.900 krónur á mánuði, eða 22.800 krónur á ári.
- Einstaklingur sem greiðir 10 þúsund króna styrk í eingreiðslu fær 3.800 krónu skattafslátt. SÁÁ fær þannig 10 þúsund krónur til starfseminnar, en viðkomandi einstaklingur borgar í raun 6.200 krónur.
- 50 þúsund króna styrkur veitir 19 þúsund króna skattafslátt. SÁÁ fær 50 þúsund krónur til góðra verka, en viðkomandi borgar í raun 31 þúsund krónur.
Skattafsláttur til fyrirtækja
Fyrirtæki sem styðja við starfsemi SÁÁ með einum eða öðrum hætti geta dregið þann stuðning frá allt að 1,5% af tekjuskattsstofni. Engar reglur eru um hámark eða lágmark.