Fara í efni
10. desember kl. 16:30-18:30 Viðburðir

Fræðsluerindi fyrir foreldra - Reykjavík

Að tala við börn um fíknivandann í fjölskyldunni

Að ræða við barnið sitt um fíknivandann í fjölskyldunni getur verið erfitt og flókið mál fyrir marga foreldra. Foreldrar eru hræddir um að segja eitthvað vitlaust eða segja of mikið. Foreldrafræðslan er fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna sem vilja ráðgjöf um hvernig sé best að ræða fíknivanda við börn.

Fræðslan er í formi fyrirlestrar þar sem farið er yfir hvernig foreldrar geta rætt við börnin sín um fíknsjúkdóminn. Sálfræðingur stýrir umræðum og svarar spurningum foreldra. Þátttakendur fá útprentað efni sem þeir geta nýtt sér og kynnt fyrir börnunum sínum.

Fræðslan fer fram í Von - göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík, kl. 16:30 – 18:30.

Verð er 6.000 kr. fyrir einstakling og 9.000 kr. fyrir par.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið barn@saa.is með fullu nafni, kennitölu, símanúmeri og dagsetningu. Einnig er hægt að skrá sig í síma 530-7600.

10. desember – Reykjavík, Efstaleiti 7