Styrktarmót SÁÁ verður haldið á golfvellinum Brautarholti þann 28. ágúst næstkomandi. Leikfyrirkomulag er punktakeppni og keppt verður bæði í karla og kvennaflokki.
Mótið hefst klukkan 09:00 og eru allir ræstir út á sama tíma. Léttur morgunmatur frá klukkan 08:15 og boðið er uppá súpu og brauð yfir verðlaunaafhendingu sem hefst klukkan 12:15. Við fáum afrekskylfing til okkar sem gefur okkur nokkur góð ráð áður en við byrjum að spila og sýnir okkur hvernig þeir bestu fara að útá velli.
Stórglæsilegir vinningar í boði, gjafabréf frá Icelandair, golfvörur frá Golfbúðinni, gjafabréf frá Bláa Lóninu, gjafabréf á Hornið, gjafabréf frá 66Norður, gjafakörfur frá Góu, Gjafbréf frá Ikea, gjafabréf frá Center Hótels og margt margt fleira.
Allir fá teiggjafir og dregið verður úr skortkortum.
Síðast var uppselt-Hvetjum alla til að skrá sig hér eða hafa samband við stefan@saa.is / 8984584 eða gudny@saa.is/8985870
Allur ágóði rennur til SÁÁ
Mótsgjald er 14.900,-
Hlökkum til að sjá ykkur