Fara í efni
4- 5 nóvember Viðburðir

Málþing SÁÁ

SÁÁ stendur fyrir málþingi dagana 4. og 5. nóvember næstkomandi. Yfirskrift málþingsins er "Gæði og árangur í meðferð". Málþingið verður á Hilton hóteli í sal A. Nánari upplýsingar og dagskrá mun birtast hér síðar ásamt skráningu.

Málþing SÁÁ 2022 sem fjallaði um "Samstarf til árangurs" heppnaðist verulega vel og opnaði á betri samskipti og kveikti á ferli samskipta og samstars sem þegar hefur komið skjólstæðingum okkar vel. Þetta ferli mun auðvitað halda áfram en um leið þurfa allir aðilar að koma að umræðunni um hvernig ætlum við að mæla árangur og gæði í meðferðarstarfi. Inn í þá umræðu þarf að taka þætti eins og samanburð milli aðila, verkaskiptingu og síðast en ekki síst hvaða skilning höfum við á bata frá fíknsjúkdómi. Málþingið 2024 "Gæði og árangur í meðferð" tekur á þessum þáttum og vonandi fleiru.

Hér er hægt að skrá sig