Ertu í vanda?

Ef þú, eða einhver sem þér þykir vænt um, þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband í síma 530-7600. Við tökum vel á móti þér.

Heildstæð heilbrigðisþjónusta

Meðferðin sem veitt er hjá SÁÁ getur verið mjög mismunandi, allt frá einu viðtali yfir í viðamikla meðferð sem stendur í vikur, mánuði eða ár.

Kvennameðferð

Kvennameðferð mætir sérþörfum kvenna og stuðlað er að öruggu umhverfi fyrir þær til að auðvelda þeim að takast á við sinn vanda.

Karlameðferð

Meðferð fyrir karla er skipt í þrjá hópa; meðferð fyrir menn yngri en 55 ára sem ekki hafa farið áður í meðferð, meðferð fyrir endurkomumenn og meðferð fyrir 55 ára og eldri.

Ungmennameðferð

Ungmennadeildin er á sérstökum gangi sem lokuð er öðrum sjúklingum. Allt meðferðarstarf fer fram inni á deildinni og þar er sólarhringsvakt ráðgjafa alla daga.

Meðferð á göngudeild

Hægt er að sækja dagmeðferð á göngudeild í Reykjavík. Dagmeðferð hentar þeim sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, búa við góðar félagslegar aðstæður og góða líkamlega heilsu.

Fjölskyldumeðferð

Fjölskyldumeðferð er fyrir aðstandendur fólks með fíknsjúkdóm, að henni lokinni geta þátttakendur nýtt sér vikulega eftirfylgni á göngudeild.

Sálfræðiþjónusta barna

Í göngudeildinni í Reykjavík, er veitt sálfræðiþjónusta fyrir börn á aldrinum 8-18 ára sem eru aðstandendur fólks með fíknsjúkdóm. Meðferðin er sérhæft inngrip sálfræðings í 8 viðtölum.

Foreldrahópur og fræðsla

Vikulega er opinn stuðningshópur með ráðgjafa á Vogi og fræðslufyrirlestrar fyrir aðstandendur ungs fólks með fíknsjúkdóm.

Meðferð við spilafíkn

Fólk með spilafíkn og aðstandendur þeirra geta fengið einstaklingsviðtöl við ráðgjafa. Einnig er boðið upp á helgarmeðferð við spilafíkn

Á döfinni

Reykjavíkurmaraþonið verður haldið þann 24. ágúst næstkomandi og er SÁÁ meðal þeirra félagasamtaka sem þátttakendur geta safnað áheitum fyrir. Við erum búin að panta dry-fit boli fyrir hlaupara sem hægt er að nálgast hjá okkur í Efstaleiti 7. Nánar.

Reykjavíkurmaraþonið verður haldið þann 24. ágúst næstkomandi og er SÁÁ meðal þeirra félagasamtaka sem þátttakendur geta safnað áheitum fyrir.

Við erum búin að panta dry-fit boli fyrir hlaupara sem hægt er að nálgast hjá okkur í Efstaleiti 7.

Nánar


Núvitund (Mindfulness)

SÁÁ býður upp á núvitundarleiðsögn með Ásdísi Olsen í hádeginu á föstudögum í Von, Efstaleiti 7, Reykjavík. Tímarnir eru öllum opnir og ókeypis og henta bæði þeim sem eru að byrja að hugleiða og lengra komnum.

Nánar.


Dagskrá

Fjölbreytt starfsemi í þágu áfengis- og vímuefnasjúklinga og fjölskyldna þeirra fer fram í Von, göngudeild SÁÁ í Reykjavík en hún er til húsa að Efstaleiti 7.

Nánar.

Vogur

Sérhæfð meðferð við fíknsjúkdómi á sjúkrahúsinu Vogi er byggð á læknisfræðilegum greiningum, afeitrun með fagfólki, lyfjameðferð og einstaklingshæfðri sálfélagslegri meðferð. Mismunandi hópar fá mismunandi úrræði sem eru aldurs- og kynjaskipt.

Lesa meira

Vík

Meðferð á Vík tekur við eftir að afeitrun á Vogi er lokið. Meðferðarúrræðin fara fram í tveimur aðskildum byggingum, eru algjörlega kynjaskipt og í þeim öllum er áhersla lögð á dagskipulag með hreyfingu, reglu í matmálstímum og svefni, samveru og stuðningi.

Lesa meira

Von

Viðtalsþjónusta við ráðgjafa á göngudeild er veitt alla virka daga, bæði fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur. Boðið er upp á dagmeðferð, fjölskyldumeðferð, meðferð fyrir fólk með spilafíkn og sálfræðiþjónustu fyrir börn. Félagsstarf fer einnig fram í Von.

Lesa meira
Komur 1977-2018
Einstaklingar 1977-2018
Lifandi einstaklingar í lok 2018
Karlar
%
Konur
%

Sjálfspróf geta veitt vísbendingar um eigin stöðu

Niðurstöður jafngilda ekki sjúkdómsgreiningu. Sjúkdómsgreiningar SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 - greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.

Batagjafir

Þegar þú kaupir batagjöf færðu gjafabréf til að gefa en gjöfin sjálf fer milliliðalaust inn í meðferðarstarfið.

Lesa meira

Edrúafmæliskort

Hér er hægt að kaupa edrúafmæliskort! Er til betri leið til að fagna áfangasigrum en að hjálpa fólki með fíknsjúkdóm til betra lífs?

Lesa meira

Vertu með í SÁÁ!

Skráðu þig í SÁÁ og hjálpaðu fólki með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra að ná bata og verða virkir þátttakendur í samfélaginu.

Lesa meira

Myndbönd

Hér er að finna upptökur af 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ ásamt fleira efni.

Lesa meira
Play Video

Myndbönd

Hér er að finna upptökur af 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ ásamt fleira efni.

Lesa meira
Play Video
shutterstock_1031579890

Ertu tilbúinn til að leita þér aðstoðar?

shutterstock_1031579890