Ertu í vanda?

Við tökum vel á móti þér

Vogur

Sérhæfð meðferð við fíknsjúkdómi á sjúkrahúsinu Vogi er byggð á læknisfræðilegum greiningum, afeitrun með fagfólki, lyfjameðferð og einstaklingshæfðri sálfélagslegri meðferð. Mismunandi hópar fá mismunandi úrræði sem eru aldurs- og kynjaskipt.

Lesa meira

Vík

Meðferð á Vík tekur við eftir að afeitrun á Vogi er lokið. Meðferðarúrræðin fara fram í tveimur aðskildum byggingum, eru algjörlega kynjaskipt og í þeim öllum er áhersla lögð á dagskipulag með hreyfingu, reglu í matmálstímum og svefni, samveru og stuðningi.

Lesa meira

Von

Viðtalsþjónusta við ráðgjafa á göngudeild er veitt alla virka daga, bæði fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur. Boðið er upp á dagmeðferð, fjölskyldumeðferð, meðferð fyrir fólk með spilafíkn og sálfræðiþjónustu fyrir börn. Félagsstarf fer einnig fram í Von.

Lesa meira
Komur 1977-2019
Einstaklingar 1977-2019
Karlar
%
Konur
%

Spurningalistar og sjálfspróf geta veitt gagnlegar upplýsingar og gefið vísbendingar um stöðu mála. Hér á vefnum eru tenglar á meiri upplýsingar um fíknsjúdóminn og meðferð SÁÁ fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur.

HITTU starfsfólkið okkar

Það eru nokkrar leiðir til að styrkja SÁÁ

Hér á vefnum er hægt að kaupa batagjöf, edrúafmæliskort og einnig er hægt að styrkja sálfræðiþjónustu SÁÁ fyrir börn alkóhólista.

Vertu með og hjálpaðu fólki með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra að ná bata og verða virkir þátttakendur í samfélaginu.