Fara í efni

Fréttir & greinar

13. febrúar 2025

Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi formaður SÁÁ er látinn

Hér fyrir neðan er minningargrein sem Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ skrifaði um Björgólf. Björgólfur gekk til liðs við SÁÁ á stofndögum samtakanna, að áeggjan þeirra Binna Berndsen og Hilmars Helgasonar. Þátttaka Björgólfs var mikill happafengur fyrir hin ungu samtök, ekki aðeins þessa fyrstu daga heldur alla tíð síðan. Björgólfur var...
30. janúar 2025
Fréttir

Hekla Nína x SÁÁ

Hekla Nína hannar einstakar keramikvörur til styrktar SÁÁ – Sala hefst laugardaginn 1. febrúar! Hekla Nína, ung leirlistakona og hönnuður, hefur tekið höndum saman við SÁÁ og 28 daga áskorunina með einstöku samstarfi. Hún hefur hannað fallega keramikbolla og kertaskálar sem bera slagorðið „Allt annað líf“. „Allt annað líf“ – Tákn um jákvæða...
27. janúar 2025

Grafík fyrir 28 DAGA

Hönnuður grafíkarinnar fyrir 28 daga áskorunina Hugmyndin að grafíkinni fyrir 28 daga áskorunina byggir á þróun hugmyndarinnar um „áruna“ sem var kynnt í edrúar febrúar í fyrra eftir Rúbínu. Í ár höfum við stækkað og dýpkað hugmyndina með því að vinna með hjartað sem tákn um samstöðu, hlýju og líf. Þetta verkefni endurspeglar jákvæða orku og...
23. janúar 2025

28 DAGA ÁSKORUN

Hvað er 28 daga áskorunin?28 daga áskorunin er samfélagslegt verkefni sem hvetur fólk til að sleppa áfengi í 28 daga og upplifa hvaða áhrif það hefur á líkamlega og andlega heilsu. Markmiðið er að opna jákvæða umræðu um heilbrigðan lífsstíl, vellíðan og hvernig áfengislaus lífsstíll getur haft jákvæð áhrif á líf okkar. Af hverju að taka...
20. desember 2024

Gjöf til ungmennameðferðar SÁÁ

Fulltrúar frá Oddfellow afhentu í dag 500.000 kr styrk til SÁÁ sem mun nýtast til að styrkja ungmennameðferð SÁÁ. Styrkurinn rennur til verkefna sem miða að því að hjálpa ungmennum sem glíma við fíknsjúkdóm og veita þeim viðeigandi meðferð og stuðning. Þetta er liður í því að bæta heilbrigði og lífsgæði ungs fólks og stuðla þannig að farsælli...
05. desember 2024

Stjórn SÁÁ

Stjórn SÁÁ hittist á reglubundnum fundi sínum sl. þriðjudag. Að þessu sinni flutti Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ erindi sem hún hafði fyrr flutt hjá Stjórnvísi þann 8.nóvember. Erindið ber nafnið "Allt annað líf" - Vegferð SÁÁ að stefnumiðaðri stjórnun. Eins og nafn erindisins ber með sér er fjallað um hvernig stefnumörkun þar sem...
04. desember 2024

Traustir vinir SÁÁ og gjöf til SÁÁ

Traustir vinir SÁÁ hittust í Vonarsalnum í gær þriðjudaginn 3.desember. Að venju var fundurinn ágætlega sóttur og boðið var upp á purusteik með hefðbundnu meðlæti að þessu sinni. Gestir fundarins voru Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti sem ávarpað samkomuna og Silja Jónsdóttir sálfræðingur hjá SÁÁ sem kynnti fjölskyldu- og barnaþjónustu...
29. nóvember 2024

Traustir vinir SÁÁ í desember

Traustir vinir SÁÁ. Þriðjudaginn 3.desember 2024, kl. 12:00 – 13:00 í Von, Efstaleiti 7 Samtal og spurningar um fíknvandann og hvernig hann birtist í samfélaginu. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti verður gestur okkar og Silja Jónsdóttir sálfræðingur hjá SÁÁ kynnir fjölskyldu- og barnaþjónustu SÁÁ. Boðið verður upp á mat í hádeginu...
07. nóvember 2024

,,Allt annað líf!" - Vegferð SÁÁ að stefnumiðaðri stjórnun

Í þessu erindi mun Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri SÁÁ, fjalla um hvernig stefnumörkun með samvinnu grasrótar og heilbrigðisstarfsmanna hefur leitt þær breytingar sem orðið hafa á starfseminni á undanförnum árum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem reka heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur þeirra. Samtökin...
14. október 2024

Málþing SÁÁ

SÁÁ stendur fyrir málþingi dagana 4. og 5. nóvember næstkomandi á Hilton Nordica, í samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið, Krýsuvíkursamtökin, Samhjálp og Fíknigeðdeild LSH. Fulltrúar Embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands, Háskólans á Akureyri og Rekovy flytja lykilerindi á málþinginu. Yfirskrift málþingsins er "Gæði og árangur í...