23. mars 2016
Greinar
Stundum erum við bara að minnka skaðann
„Þessi sjúkdómur okkar, áfengis- og vímuefnafíkn, er ekki einfaldur. Hann getur reyndar verið mjög einfaldur í sinni tærustu mynd en flestir einstaklingar eiga við ýmislegt annað að etja,” segir Valgerður Rúnarsdóttir, sem varð fyrst íslenskra lækna til að ljúka viðurkenndu sérfræðiprófi í fíknlækningum. Hún hefur starfað við að lækna íslenska áfengis- og vímuefnasjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi síðastliðin sextán ár og er yfirlæknir þar. Hér fara á eftir hlutar úr ítarlegu viðtali sem birt var í SÁÁ blaðinu 3. tbl. 2014 þar sem rætt er um fíknsjúkdóminn, orsakir hans og batahorfur og hvernig eigi að meta árangur meðferðar.