Fara í efni

Fréttir & greinar

21. júní 2018
Greinar

Þegar fjölskyldur sameinast veit ég að ég er að gera gagn

Siggi Gunnsteins er kvikur og léttur á fæti, brosmildur og fljótur í tilsvörum. Hann er einn elsti og reyndasti áfengis- og vímuefnaráðgjafi landsins – fagnar 40 ára starfsafmæli á árinu. Í vor urðu líka þau tímamót í lífi Sigga að hann átti 40 ára edrúafmæli. Þann 8. maí 1978 fór Siggi í afeitrun upp í Reykjadal, á fyrstu starfsárum SÁÁ. Hann hreifst svo af starfsandanum að hann bað um vinnu hjá félaginu að lokinni meðferð.
02. maí 2017
Greinar

Heimilisfeður sem drekka einir úti í bílskúr

Talið er að rúm 15 til 20 prósent þjóðarinnar glími við áfengisvanda, rúm 6 prósent þjóðarinnar hafa á einhverjum tímapunkti leitað sér hjálpar. Hundruð ef ekki þúsundir heimilisfeðra á Íslandi drekka í laumi og gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru virkir alkóhólistar.
16. desember 2016
Greinar

42,78% líkur á að sonur sjúklings fari í meðferð

„Þarna fáum við staðfestingu á því sem við héldum, en fjölskyldulægnin er jafnvel enn meiri en mig hafði grunað,” segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, um niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem SÁÁ stóð fyrir ásamt Íslenskri erfðagreiningu og bandarískum vísindamönnum á fjölskyldulægni alkóhólisma: „Maður hefur aldrei séð þetta svona sterkt fyrr.”
06. september 2016
Greinar

SÁÁ gat af sér valdeflingu íslenskra vímuefnasjúklinga

Ein leið til að bera saman stöðu vímuefnasjúkra á Íslandi og í öðrum löndum er að skoða fjölda funda á vegum tólf spora samtaka á einstökum svæðum. Þá sést stærð og virkni þess samfélags á hverjum stað sem er að vinna að því að halda sér frá sjúklegri neyslu vímuefna. Á Reykjavíkursvæðinu eru um 200 tólf spora fundir í boði í hverri viku fyrir áfengis- og vímuefnasjúka en í borgum af svipaðri stærð á Norðurlöndunum eru kannski tíu fundir á hverjum stað í viku.
23. mars 2016
Greinar

Batinn gerist ekki á einni nóttu

Dr. Ingunn Hansdóttir er komin á ný til starfa hjá SÁÁ sem yfirsálfræðingur og mun leiða þróun á meðferðarstarfi samtakanna, auk þess að hafa umsjón með kennslu og fræðslustarfi í samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir sem og vísindarannsóknum á vegum samtakanna. Eftirfarandi viðtal birtist við hana í SÁÁ blaðinu sem kom út 22. mars sl.
23. mars 2016
Greinar

Stundum erum við bara að minnka skaðann

„Þessi sjúkdómur okkar, áfengis- og vímuefnafíkn, er ekki einfaldur. Hann getur reyndar verið mjög einfaldur í sinni tærustu mynd en flestir einstaklingar eiga við ýmislegt annað að etja,” segir Valgerður Rúnarsdóttir, sem varð fyrst íslenskra lækna til að ljúka viðurkenndu sérfræðiprófi í fíknlækningum. Hún hefur starfað við að lækna íslenska áfengis- og vímuefnasjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi síðastliðin sextán ár og er yfirlæknir þar. Hér fara á eftir hlutar úr ítarlegu viðtali sem birt var í SÁÁ blaðinu 3. tbl. 2014 þar sem rætt er um fíknsjúkdóminn, orsakir hans og batahorfur og hvernig eigi að meta árangur meðferðar.
14. janúar 2015
Greinar

Eitt skaltu vita, inn á Vog fer ég aldrei

Brynhildur Baldursdóttir var hætt í kirkjukórnum á Siglufirði af því að hún vissi ekki hvort hún yrði í sönghæfu ástandi á æfingum á þriðjudagskvöldum. Hún hafði heitið því að fara aldrei inn á Vog, en gafst svo upp og er búin að vera edrú og virkur þátttakandi í lífinu síðustu fimmtán árin.