Fara í efni

Fréttir & greinar

05. mars 2021
Greinar

Mótun ungmennameðferðar SÁÁ

Katrín Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og Júlía Aspelund, lýðheilsufræðingur og verkefnastjóri hjá SÁÁ, vinna að mótun og breytingum á ungmennameðferð samtakanna. Þær segja Akkilesarhæl ungmennanna helst vera hugarfarið um að þau séu óstöðvandi og ósigrandi. Þannig ofmeti þau oftar en ekki getu sína og vanmeti vandann.
17. nóvember 2020
Greinar

Styrkir trúna á eigin getu til breytinga

Júlía útskrifaðist úr meistaranámi vorið 2019 og fluttist þá til Íslands og hóf störf á Vogi. Sem verkefnastjóri metur hún og tryggir gæði starfsins m.a. með því að skoða niðurstöður kannana og sjá hvað skili árangri og hvað megi betur fara. Þá er Júlía sérhæfð í aðferð er kallast áhugahvetjandi samtal.
10. desember 2018
Greinar

Fíkn hagar sér eins og aðrir sjúkdómar

„Stundum er erfitt að meta geðheilsuna fyrstu dagana því fólk sem er að koma úr mikilli neyslu er í slæmu ástandi. Oft er líka einhver aðsteðjandi vandi eða krísa sem verður til þess að það kemur inn á Vog.“
21. júní 2018
Greinar

Þegar fjölskyldur sameinast veit ég að ég er að gera gagn

Siggi Gunnsteins er kvikur og léttur á fæti, brosmildur og fljótur í tilsvörum. Hann er einn elsti og reyndasti áfengis- og vímuefnaráðgjafi landsins – fagnar 40 ára starfsafmæli á árinu. Í vor urðu líka þau tímamót í lífi Sigga að hann átti 40 ára edrúafmæli. Þann 8. maí 1978 fór Siggi í afeitrun upp í Reykjadal, á fyrstu starfsárum SÁÁ. Hann hreifst svo af starfsandanum að hann bað um vinnu hjá félaginu að lokinni meðferð.
02. maí 2017
Greinar

Heimilisfeður sem drekka einir úti í bílskúr

Talið er að rúm 15 til 20 prósent þjóðarinnar glími við áfengisvanda, rúm 6 prósent þjóðarinnar hafa á einhverjum tímapunkti leitað sér hjálpar. Hundruð ef ekki þúsundir heimilisfeðra á Íslandi drekka í laumi og gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru virkir alkóhólistar.
16. desember 2016
Greinar

42,78% líkur á að sonur sjúklings fari í meðferð

„Þarna fáum við staðfestingu á því sem við héldum, en fjölskyldulægnin er jafnvel enn meiri en mig hafði grunað,” segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, um niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem SÁÁ stóð fyrir ásamt Íslenskri erfðagreiningu og bandarískum vísindamönnum á fjölskyldulægni alkóhólisma: „Maður hefur aldrei séð þetta svona sterkt fyrr.”
06. september 2016
Greinar

SÁÁ gat af sér valdeflingu íslenskra vímuefnasjúklinga

Ein leið til að bera saman stöðu vímuefnasjúkra á Íslandi og í öðrum löndum er að skoða fjölda funda á vegum tólf spora samtaka á einstökum svæðum. Þá sést stærð og virkni þess samfélags á hverjum stað sem er að vinna að því að halda sér frá sjúklegri neyslu vímuefna. Á Reykjavíkursvæðinu eru um 200 tólf spora fundir í boði í hverri viku fyrir áfengis- og vímuefnasjúka en í borgum af svipaðri stærð á Norðurlöndunum eru kannski tíu fundir á hverjum stað í viku.
23. mars 2016
Greinar

Stundum erum við bara að minnka skaðann

„Þessi sjúkdómur okkar, áfengis- og vímuefnafíkn, er ekki einfaldur. Hann getur reyndar verið mjög einfaldur í sinni tærustu mynd en flestir einstaklingar eiga við ýmislegt annað að etja,” segir Valgerður Rúnarsdóttir, sem varð fyrst íslenskra lækna til að ljúka viðurkenndu sérfræðiprófi í fíknlækningum. Hún hefur starfað við að lækna íslenska áfengis- og vímuefnasjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi síðastliðin sextán ár og er yfirlæknir þar. Hér fara á eftir hlutar úr ítarlegu viðtali sem birt var í SÁÁ blaðinu 3. tbl. 2014 þar sem rætt er um fíknsjúkdóminn, orsakir hans og batahorfur og hvernig eigi að meta árangur meðferðar.
23. mars 2016
Greinar

Batinn gerist ekki á einni nóttu

Dr. Ingunn Hansdóttir er komin á ný til starfa hjá SÁÁ sem yfirsálfræðingur og mun leiða þróun á meðferðarstarfi samtakanna, auk þess að hafa umsjón með kennslu og fræðslustarfi í samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir sem og vísindarannsóknum á vegum samtakanna. Eftirfarandi viðtal birtist við hana í SÁÁ blaðinu sem kom út 22. mars sl.
14. janúar 2015
Greinar

Eitt skaltu vita, inn á Vog fer ég aldrei

Brynhildur Baldursdóttir var hætt í kirkjukórnum á Siglufirði af því að hún vissi ekki hvort hún yrði í sönghæfu ástandi á æfingum á þriðjudagskvöldum. Hún hafði heitið því að fara aldrei inn á Vog, en gafst svo upp og er búin að vera edrú og virkur þátttakandi í lífinu síðustu fimmtán árin.