16. apríl 2025
Álfasala SÁÁ 2024
Álfasala SÁÁ 2024
Álfasalan hefur verið og er okkar mikilvægasta fjáröflun og gerir SÁÁ kleift að halda úti öflugu meðferðarstarfi sem hefur hjálpað þúsundum Íslendinga. Við erum þakklát fyrir þær góðu móttökur sem Álfurinn hefur fengið frá upphafi. Álfasalan fer fram tvisvar á ári, í maí er það Vorálfurinn og í desember er það Jólaálfurinn. Vorálfurinn skilaði 52,6 milljónum í hagnað og Jólaálfasalan 39,9 milljónum. Þökk sé Álfasölunni þá var hægt að styrkja ungmennastarf og þjónustu SÁÁ um 92,6 mkr. Hagnaður Vorálfsins fór til ungmennadeildarinnar á Vogi og hagnaður Jólaálfsins rann til Sálfræðiþjónusta barna.