Formaður Sjálfstæðisflokkisns hjá Traustum vinum
Guðrún Hafsteinsdóttir nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins heimsótti SÁÁ í boði Traustra vina síðastliðinn þriðjudag. Að venju var umræðuefnið Áfengi- og onnur vímuefni og vandinn sem fylgir.
Eftir að Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ hafði ávarpað fundinn tók Guðrún til máls og fór yfir sýn sína til málaflokksins. Að því loknu voru leyfðar fyrirspurnir úr sal og umræður nokkrar sérstaklega um sölutilhögun á áfengi á Íslandi og regluverk í kringum hana. Þar inn í blönduðust einnig umræður um hvernig hægt væri að draga úr og hefta netspilun en hún lýtur svipuðum lögmálum og sala áfengis á netinu.
Í máli Guðrúnar kom fram að hún væri fylgjandi því að einkasala ríkisins á áfengi og tóbaki yrði afnumin en jafnframt þyrfti að fylgja mjög skýr og strangur lagarammi um hverjir, hvernig og hvenær mætti selja áfengi.
Þetta var góður og upplýsandi fundur og ljóst að það sem greinir fólk á er ekki viljinn til að minnka skaðlega neyslu heldur fyrst og fremst aðferðirnar við að ná þeim markmiðum.
Næsti fundur Traustra vina verður þriðjudaginn 8.apríl 2025.
Á myndinni eru þau Þráinn Farestveit varaformaður SÁÁ, Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ, Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Friðþjófsson stjórnarmaður í SÁÁ og Ásmundur Friðriksson úr framkvæmdastjórn SÁÁ að loknum fundi.