20. desember 2024
Gjöf til ungmennameðferðar SÁÁ
Fulltrúar frá Oddfellow afhentu í dag 500.000 kr styrk til SÁÁ sem mun nýtast til að styrkja ungmennameðferð SÁÁ.
Styrkurinn rennur til verkefna sem miða að því að hjálpa ungmennum sem glíma við fíknsjúkdóm og veita þeim viðeigandi meðferð og stuðning. Þetta er liður í því að bæta heilbrigði og lífsgæði ungs fólks og stuðla þannig að farsælli framtíð.
Oddfellowar eru umsvifamiklir í samfélagslegum verkefnum og færir SÁÁ þeim bestu þakkir fyrir styrkinn.
Þráinn Farestveit varaformaður SÁÁ, Karl S. Gunnarsson verkefnastjóri og Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri tóku á móti styrkunum frá fulltrúum Oddfellowa