Fara í efni
27. janúar 2025

Grafík fyrir 28 DAGA

Hönnuður grafíkarinnar fyrir 28 daga áskorunina

Hugmyndin að grafíkinni fyrir 28 daga áskorunina byggir á þróun hugmyndarinnar um „áruna“ sem var kynnt í edrúar febrúar í fyrra eftir Rúbínu. Í ár höfum við stækkað og dýpkað hugmyndina með því að vinna með hjartað sem tákn um samstöðu, hlýju og líf. Þetta verkefni endurspeglar jákvæða orku og tilgang áskorunarinnar.

Til að gera hugmyndina enn stærri fengum við Aron Má – einnig þekktur sem Midnight Mar (sjá meira hér) – til að vinna með okkur. Aron er ótrúlega hæfileikaríkur þrívíddarhönnuður og kvikmyndagerðamaður með ástríðu fyrir því að skapa einstakar myndrænar upplifanir.

Aron byrjaði að vinna með hönnun á unglingsárum og hefur síðan þá þróað sig í þrívíddarvinnslu og hreyfigrafík. Hann er sjálfmenntaður og hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal tónlistarmyndböndum, visual effects, 3D myndum og verkefnum fyrir fyrirtæki á borð við Brandenburg, Jokula, Eventa Films, Onno og fleiri. Með nákvæmni sinni og sköpunargáfu hefur hann tekið hugmyndina okkar og lyft henni upp á nýtt plan.

Við erum einstaklega þakklát fyrir að hafa Aron í liðinu með okkur og hlökkum til að sjá hönnunina vekja athygli í herferðinni. Grafíkin er ekki bara sjónrænt verk – hún fangar kjarnann í því sem áskorunin stendur fyrir: jákvæðni, orku og breytingar til betra lífs