06. september 2016
Greinar
SÁÁ gat af sér valdeflingu íslenskra vímuefnasjúklinga
Ein leið til að bera saman stöðu vímuefnasjúkra á Íslandi og í öðrum löndum er að skoða fjölda funda á vegum tólf spora samtaka á einstökum svæðum. Þá sést stærð og virkni þess samfélags á hverjum stað sem er að vinna að því að halda sér frá sjúklegri neyslu vímuefna. Á Reykjavíkursvæðinu eru um 200 tólf spora fundir í boði í hverri viku fyrir áfengis- og vímuefnasjúka en í borgum af svipaðri stærð á Norðurlöndunum eru kannski tíu fundir á hverjum stað í viku.