Gulur september
Gulur september hófst formlega í gær, 1. september, á opnunarviðburði í Ráðhúsinu í Reykjavík. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði opnunina auk borgarstjóra og heilbrigðisráðherra. Að loknu athafnar var síðan geðræktargangan Gulu sporin sem endaði hjá Píeta samtökunum í vöfflukaffi. Nánar um Gulan september inná gulurseptember.is
Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Þetta er í annað sinn sem heill mánuður er tileinkaður árverkniátakinu og í ár er sérstök áhersla á geðrækt og sjálfsvígsforvarnir í skólum.
Að gulum september standa fullltrúar frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Hvert er hægt að leita?
Ef sjálfsvígshugsanir gera vart við sig er hægt að hringja allan sólarhringinn í hjálparsíma Rauða krossins 1717, Píeta samtökin í síma 552 2218 og Neyðarlínuna í síma 112.
Rauði krossinn býður upp á netspjallið 1717.is og netspjall Heilsuveru er á heilsuvera.is.
Á vefnum sjálfsvig.is má jafnframt finna upplýsingar, lesefni og bjargráð fyrir þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígum. Þá má leita stuðnings á heilsugæslustöðvum og hjá Sorgarmiðstöð í síma 551 4141.