Hekla Nína x SÁÁ
Hekla Nína hannar einstakar keramikvörur til styrktar SÁÁ – Sala hefst laugardaginn 1. febrúar!
Hekla Nína, ung leirlistakona og hönnuður, hefur tekið höndum saman við SÁÁ og 28 daga áskorunina með einstöku samstarfi. Hún hefur hannað fallega keramikbolla og kertaskálar sem bera slagorðið „Allt annað líf“.
„Allt annað líf“ – Tákn um jákvæða breytingu
Bollarnir og kertaskálarnar eru handgerð með mikilli natni og bera með sér slagorð herferðarinnar: „Allt annað líf“. Hönnunin endurspeglar hlýjuna og jákvæðnina sem áskorunin stendur fyrir, ásamt táknmynd hjartans sem hefur verið í forgrunni herferðarinnar í ár.
Vörurnar fara í sölu laugardaginn 1. febrúar og eru þeir til styrktar starfsemi SÁÁ. Markmiðið með þessu verkefni er að styðja við þau sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda, vekja athygli á mikilvægu starfi SÁÁ og hvetja til jákvæðrar umræðu um áfengislausan lífsstíl.
„Þetta verkefni snýst um að sameina list, samfélagslega ábyrgð og jákvæð skilaboð. Ég er stolt af því að geta lagt mitt af mörkum til SÁÁ með þessum hætti,“ segir Hekla Nína.
Sala og aðgengi:
Vörurnar verða til sölu bæði á netinu og á sérstöku pop-up viðburði hjá Húrra Reykjavík, miðvikudaginn 12. febrúar (nánari upplýsingar þegar nær dregur). Það er tilvalið að styðja við málefnið og eignast fallega hönnun sem minnir á mikilvægi þess að efla heilsu og vellíðan.
Um SÁÁ og 28 daga áskorunina:
28 daga áskorunin hvetur fólk til að prófa áfengislausan lífsstíl í 28 daga, með það að markmiði að bæta líkamlega og andlega heilsu og opna jákvæða umræðu um heilbrigðan lífsstíl. Með samstarfi við listafólk eins og Heklu Nínu er áhersla lögð á að minnka fordóma og styðja við starfsemi samtakanna.
Hvatning til breytinga
Við hvetjum alla til að vera með í þessu frábæra verkefni – bæði með því að taka þátt í áskoruninni og með því að styðja við starf SÁÁ með kaupum á þessum einstöku og fallegu hönnunarvörum eftir Heklu Nínu.
Vörurnar fara í sölu á heimasíðu saa.is á laugardaginn 1.febrúar
Instagram @studio.heklanina
Myndir af ferlinu:
Hekla Nína
“Það eru litlu hlutirnir sem fegra umhverfið”
Alla mína tíð hef ég haft áhuga á að búa til og skapa hluti.
Fyrir mér eru það litlu hlutirnir í okkar dagsdaglega umhverfi sem að fegra og gera hversdagsleikann hlýjann og notalegann. Því langaði mig að búa til fallega hluti sem að veita manni gleði og hlýju í gegnum daginn