Hugleiðsla og öndun fyrir börn
Maggý Mýrdal jógakennari ætlar að bjóða upp á fría kennslu í hugleiðslu og öndun fyrir börn á aldrinum 5-18 ára. Léttir og nærandi tímar sem hjálpa börnum og unglingum að efla sjálfstraust og vellíðan. Finna sinn innri styrk, minnka streitu og kvíða og bæta einbeitingu. Í tímanum förum við saman inn í heim ævintýranna, lærum að sitja í kyrrð og þjálfum öndun í gegnum leiki og léttar æfingar.
Kennslan fer fram í Von Efstaleiti þann 1. Mars 15. Mars og 22. Mars.
Yngri hópur 5–12 ára: kl. 14:00–15:00
Eldri hópur 13–18 ára: kl. 15:15–16:15
Hægt er að skrá sig í gegnum netfangið: maggymyrdalart@gmail.com
Eigum fallega stund saman þar sem kærleikur & traust er í fyrirrúmi.