Fara í efni
16. apríl 2025

Leiklistarnámskeið

Leiklistarnámskeið

Unnið með spuna, leiki , trúða og karakter og nemendur læra leik og spunaæfingar sem nýtast þeim jafnt í leiklistinni og lífinu sjálfu.
Á námskeiðinu fer fólk út úr hefðbundinni hegðun og stígur út fyrir þægindaramman og skapar með því frelsi sem gefur orku og sjálfstraust.

Á námskeiðunum er unnið með:

  • Leiki
  • Spuna
  • Frásagnartækni
  • Líkamsleikhús
  • Trúðatækni
  • Núvitund í leiklist og fl.

Ávinningur m.a.

  • Aukið sjálfsöryggi
  • Frelsi í hugsun og tjáningu
  • Aukin færni í samskiptum
  • Lærir að setja þig í spor annara
  • Aukin færni í líkamstjáningu og samtali
  • Lærir traust og virðingu fyrir hópvinnu og fl.
  •  

Staður Von SÁÁ, Efstaleiti 7

Þriðjudaga og fimmtudaga kl 17:00 - 19:00

Byrjar 29. apríl. og endar 5. júní (6 vikur)

Hægt er að skrá sig á námskeiðið í afgreiðslunni í Von Efstaleiti.

Leiðbeinendur:

Gunnar Sigurðsson leikstjóri. Bristol Old Vick Theatre School England . Leikstjórn og leiklist Emerson College England Storytellling, musík, trúðaleikur og fl.

Hefur leikstýrt bæði Atvinnu og Áhugaleikhópum, verðið með námskeið á Íslandi og erlendis. Unnið við kvikmyndir og gert heimildarmyndir

 

Guðmundur Ingi Þorvaldsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1998 og hefur síðan þá leikið, leikstýrt og framleitt heil ósköp bæði hérlendis og erlendis. Þekktastur er hann sennilega fyrir leik sinn í myndinni Mary fyrir Netflix, hvar hann leikur á móti sjálfum Sir Anthony Hopkins, fyrir leik sinn í seríunum The Witcher og Gåsmamman og tölvuleikjunum Assassin‘s Creed Valhalla og Hellblade II.

Í kennslu blandar Guðmundur saman leikjum frá Teater Sport sem hjálpa okkur að aflæra það sem menntakerfið og samfélagið hefur innrætt okkur, að hugsa áður en við tölum og framkvæmum. Í leiklist er galdurinn að fylgja innsæinu og framkvæma án þess að hugsa. Guðmundur nýtir sér tækni Mikael Checkov og Lucid Body til að gefa þátttakendum færi á skýrri karaktersköpun og sönnum viðbrögðum í senum og aðstæðum úti á gólfi og fyrir framan kameru.

 

Halldóra Geirharðsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1995 og hefur alla tíð síðan verið ein af okkar fremstu leikkonum. Hún er margverðlaunuð, bæði fyrir hlutverk á sviði og í kvikmyndum. Nú síðast átti hún stórleik í sýningunni um Bubba og í kvikmyndinni Kona fer í stríð sýnir hún að hún er engu síðri kvikmyndaleikkona en sviðsleikkona.

Halldóra hefur kennt tækni trúðsins undanfarin 10 ár í Listaháskólanum, en tæknin byggist upp á samkomulagi um reglur rétt einsog í fótbolta eða fallin spíta. Trúðurinn gerir allt eins fallega og honum er unnt, lítur svo á að öll mistök séu gjafir fra guði og þau beri að endurtaka allavega þrisvar sinnum .

Halldóra kennir mjög einfaldra reglur sem gefa leikmönnum frelsi frá því að láta sér detta eitthvað í hug. Ef þú telur upp að þrem áður en þú bregst við - verður allt skemmtilegra. Þegar svo rauðu nefin eru sett upp vaknar töfrabarnið innra með öllum.

Námskeiðið er samvinnuverkefni SÁÁ og Krýsuvíkursamtakana og gert til skemmtunar og fróðleiks fyrir þeirra skjólstæðinga og aðra sem þeim tengjast