Fara í efni
19. júlí 2024

,,Ört stækkandi hópur fólks með ópíóíðavanda stærsta áskorunin."

Ásdís M. Finnbogadóttir aðstoðardeildarstjóri á sjúkrahúsinu Vogi kom fram í Tímarit hjúkrunarfræðinga og má lesa viðtalið við hana á bls. 8. 

Í viðtalinu fjallar Ásdís um starf sitt sem aðstoðardeildarstjóri og fáum við að skyggnast í þær áskoranir sem hún tekst við í starfi sínu.

Ásdís hefur mikla reynslu í starfi en hún hefur starfað hjá okkur í 18 ár.

Brot úr viðtalinu: 

Hvað finnst þér vera það besta við þitt starf ?

Að fá að taka þátt í vexti og þroska SÁÁ. Ég hef fengið að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum hvað varðar skipulag hjúkrunar og sálfélagslegrar meðferðar sem fer fram á Vogi. Ég hef fengið tækifæri að taka þátt í rannsóknum og verkefnum og mótun hjúkrunar við sérstakra hópa sem leita aðstoðar hjá SÁÁ.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í þínu starfi?

Ört stækkandi hópur skjólstæðinga með ópíóíðavanda, það þarf að sinna þessum skjólstæðingum og grípa þá sem vilja aðstoð fljótt því þetta er hópur sem þolir ekki bið. Umsvifin í kringum hvern skjólstæðing með ópíóíðavanda eru mikil og rýmin hér á Vogi þyrftu að vera mun fleiri ef við eigum að ná að sinna öllum sem þurfa og vilja fá hjálp við sinni fíkn. Þetta er auk þess hópur sem þarf sérhæfða göngudeildarþjónustu sem fer fram hér á Vogi. Húsnæðið sem við höfum í dag undir þessa þjónustu er sprungið og við þurfum einnig fleiri hjúkrunarfræðinga til að sinna þessum hópi. Afeitrun fer fram á Vogi og svo fara margir á Vík í meðferð en einnig er göngudeild í Efstaleiti og á Akureyri eru margir meðferðarmöguleikar.

Lesa viðtalið hér