Fara í efni
02. september 2024

Samningur milli SÁÁ og Sjúkra­trygg­inga Íslands

Heil­brigðisráðherra und­ir­ritaði í dag samn­ing á milli Sjúkra­trygg­inga Íslands og SÁÁ sem mun fimm­falda aðgengi að þjón­ustu við ein­stak­linga með al­var­lega ópíóíðafíkn.

Ragn­heiður Hulda Friðriks­dótt­ir, for­stjóri SÁÁ, seg­ir samn­ing­inn muni gjör­breyta og bæta þjón­ust­una. Hún seg­ir und­ir­rit­un samn­ings­ins breyta miklu til hins betra fyr­ir fólk í fíkni­efna­vanda. Með þessu séu heil­brigðis­yf­ir­völd og SÁÁ að taka hönd­um sam­an gegn ópíóíðavand­an­um sem hafi látið meira á sér bera á und­an­förn­um þrem­ur árum.

Nánar má lesa um fréttina hér

Mynd: mbl.is/Eggert Jóhannesson