02. september 2024
Samningur milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands
Heilbrigðisráðherra undirritaði í dag samning á milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ sem mun fimmfalda aðgengi að þjónustu við einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn.
Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri SÁÁ, segir samninginn muni gjörbreyta og bæta þjónustuna. Hún segir undirritun samningsins breyta miklu til hins betra fyrir fólk í fíkniefnavanda. Með þessu séu heilbrigðisyfirvöld og SÁÁ að taka höndum saman gegn ópíóíðavandanum sem hafi látið meira á sér bera á undanförnum þremur árum.
Mynd: mbl.is/Eggert Jóhannesson