Stjórn SÁÁ
Stjórn SÁÁ hittist á reglubundnum fundi sínum sl. þriðjudag. Að þessu sinni flutti Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ erindi sem hún hafði fyrr flutt hjá Stjórnvísi þann 8.nóvember. Erindið ber nafnið "Allt annað líf" - Vegferð SÁÁ að stefnumiðaðri stjórnun. Eins og nafn erindisins ber með sér er fjallað um hvernig stefnumörkun þar sem koma saman grasrót og heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ hefur leitt þær breytingar sem hafa orðið á starfseminni undanfarin ár. Einnig er fjallað stuttlega um það hvernig til SÁÁ var stofnað af notendum og hvernig auknar kröfur um þekkingu og aðkomu fagfólks hafa kallað á breytta nálgun og aukna og fjölbreyttari þjónustu.
Þá flutti Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ skýrslu framkvæmdastjórnar. Þar fór hún yfir hvernig salan á Jólaálfinum gekk, undirbúning fyrir Edrúar/febrúar, samstarf SÁÁ og Góða hirðisins sem ber nafnið "Gefum hlutum Allt annað líf og sagði frá auknu samstarfi SÁÁ við Krýsuvíkursamtökin og Samhjálp. Þá ræddi hún um Málþing sem SÁÁ stóð fyrir í samvinnu við Krýsuvíkursamtökin, Samhjálp og LSH og samtali við stjórnmálafólk í aðdraganda kosninga.
Næsti fundur aðalstjórnar SÁÁ verður þann 4.febrúara næstkomandi.