Styrktarmót SÁÁ á Brautarholtinu
Styrktarmót SÁÁ í golfi var haldið miðvikudaginn 28. ágúst á Brautarholtsvelli. Góð þátttaka var í mótinu og ekki annað að sjá að kylfingar hafi notið dagsins enda Brautarholtið einn glæsilegasti golfvöllur landsins. Andri Þór Björnsson afrekskylfingur mætti til okkar og fór vel yfir með hópnum hvernig hans undirbúiningi er háttað þegar hann keppir, mjög fróðlegt að heyra frá því. Svo tók Andri að sér að hjálpa kylfingum að hitta flötina á 5 braut og ekki veitti af þar 5 brautin er ein erfiðasta par 3 braut á landinu.
Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í bæði karla og kvennflokki og óskum við sigurvegurum dagsins til hamingju með flotta spilamennsku en sigurvegarar dagsins voru þau Guðjón Steinarsson og Hrafnhildur Heimisdóttir.
Fengum að sjá ýmsar útgáfur af höggum, sveiflum og púttum en sjálfsögðu stórkostleg tilrif inná milli.
Og fyrir áhugasama þá erum við strax farin að undirbúa næsta mót sumarið 2025?
Takk fyrir daginn og takk fyrir okkur.
Instagram myndband frá deginum