Traustir vinir SÁÁ og gjöf til SÁÁ
Traustir vinir SÁÁ hittust í Vonarsalnum í gær þriðjudaginn 3.desember. Að venju var fundurinn ágætlega sóttur og boðið var upp á purusteik með hefðbundnu meðlæti að þessu sinni. Gestir fundarins voru Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti sem ávarpað samkomuna og Silja Jónsdóttir sálfræðingur hjá SÁÁ sem kynnti fjölskyldu- og barnaþjónustu SÁÁ.
Á fundinn mættu einnig hjónin Sólveig Ásgrímsdóttir og Páll Halldórsson sem gáfu SÁÁ 500.000 krónur til minningar um Hafliða Jóhann Ásgrímsson bróður Sólveigar en hann lést fyrr á þessu ári. Fjármunirnir verða notaðir í samræmi við ósk gefanda, til að auka þekkingu starfsfólks SÁÁ í vinnu með skjólstæðinga með flókinn vanda. Formaður SÁÁ, Anna Hildur Guðmundsdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd SÁÁ og sagði við það tækifæri að SÁÁ muni leggja til frekari fjármuni til þess að efla slíka fræðslu.
Myndirnar eru af þeim Kristjáni og Silju ásamt Önnu Hildi og svo af þeim Sólveigu og Páli ásamt Önnu Hildi.