Fara í efni
02. júlí 2023
Fréttir

Útskrift og viðurkenning

Á föstudaginn 28. Júní 2023 luku fimm námi í áfengis- og vímuefnaráðgjöf, þau Einar Karlsson, Haraldur Geir Valsteinsson, Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir, Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, Júlía Guðrún Aspelund

Við óskum þeim til hamingju með þennan áfanga.

Einnig voru heiðraðir þeir Sigurður Gunnsteinsson og Gísli Stefánsson, áfengis- og vímuefnráðgjafar fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í þágu fræðslu og þjálfunar áfengis- og vímefnaráðgjafar.

„Það er alltaf ánægjulegt að útskrifa nema og sjá afrakstur þeirra vinnu sem hefur verið lögð í það að búa til fagfólk á heilbrigðissviði. Hver og einn er dýrmæt viðbót í hópinn sem er að hlúa að fólki með fíknsjúkdóm“ segir Ingunn Hansdóttir, framkvæmdastjóri sálfélagslegrar meðferðar sem hefur haft umsjón með námi áfengis- og vímuefnráðgjafa síðan 2017. Námið hefur þróast í þá átt að styrkja betur handleiðslu og hafa ráðgjafar hjá SÁÁ fengið sérstaka þjálfun í áhugahvetjandi samtali (Motivational Interviewing) í umsjón Júlíu Aspelund, fagstjóra fræðslu og þjálfunar.