Fara í efni
20. febrúar 2024

Heimspekikaffi - Vínlaus lífsstíll

Gunnar Hersveinn heimspekingur og Lára G. Sigurðardóttir læknir bjóða upp á heimspekikaffi um kosti þess að tileinka sér vínlausan lífsstíl til að bæta lífið. Viðburðurinn er öllum opinn

Tilefnið „Edrúar – febrúar“ og efni bókarinnar Vending – vínlaus lífsstíll eftir Gunnar Hersvein Bókin er skrifuð fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti, fyrir fólk sem vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið. Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veikleika og efla styrkleika.

Gunnar Hersveinn heimspekingur er höfundur metsölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu, þar sem fjallað er á skýran og gagnlegan hátt um helstu lífsgildin. Gunnar var með vinsælt og fjölsótt heimspekikaffi hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur um árabil.

Dr. Lára G. Sigurðardóttir starfar sem læknir á Sjúkrahúsinu Vogi. Hún er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum og hefur unnið að forvörnum um langt skeið.

Heimspekikaffið fer þannig fram að Gunnar og Lára eiga samtal um helstu lífsgildi sem koma við sögu og um áhrif áfengis á hug, heila og heilsu og opna svo fyrir samtal við gesti.

Skráning á viðburð