Fara í efni

Meðferð við spilafíkn

Meðferð, ráðgjafaviðtöl og stuðningshópar

Grunnmeðferð við spilafíkn

Meðferð við spilafíkn er í Von, Efstaleiti 7, á fimmtudögum kl 16:00 stuðningshópur er kl 17:00. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig og ókeypis. Meðferðin er gjaldfrjáls.

 

Viltu vita meira?

Nánari upplýsingar og skráning á göngudeild SÁÁ,

Von Efstaleiti 7 í síma 530-7600 eða á spilavandi@saa.is

 

Þjónusta

SÁÁ býður meðferð, ráðgjafaviðtöl og stuðningshópa fyrir þá sem glíma við vanda vegna fjárhættuspils og spilafíknar. Aðstandendur geta einnig sótt ráðgjöf og fræðslu á göngudeildum SÁÁ.

Viðtöl við ráðgjafa

Allir sem telja sig hafa vanda vegna fjárhættuspils eiga kost á einkaviðtali við ráðgjafa á göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík eða Hofsbót 4 á Akureyri.

Hver sem er getur pantað þar viðtalstíma í síma 530-7600. Í slíku viðtali er hægt að meta stöðuna og fólk getur haft samráð við fagmann um hvort og hvernig hægt er að glíma við vandann. Engar skuldbindingar fylgja því að fara í slíkt viðtal.