Fara í efni
29. nóvember 2023
Fréttir

Jólaálfaleikur SÁÁ

Jólaálfurinn er kominn til byggða og er sala á honum formlega hafin. Álfasalan er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna og aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir góðar undirtektir við Jólaálfunum og nú. Sölufólk SÁÁ verður á fjölförnum stöðum um allt land og á völdum dögum um borð í Strætó. Einnig verður hægt að versla hann á heimasíðu SÁÁ.

Þau hjá Strætó voru svo almennileg að rúlla með Jólaálfinn síðasta spölinn í bæinn og af því tilefni ætlum við hjá SÁÁ að henda af stað Jólaálfaleik en Strætó er í samstarfi með SÁÁ í ár til að vekja athygli á sölu jólaálfsins.

Jólaálfaleikurinn:

Fimmtudaginn 29. nóvember mun Strætó koma til með að fela 20 Jólaálfa víðsvegar um vagna sína. Leikurinn snýst um að finna Jólaálfinn í vagninum, taka mynd af honum, setja í story og merkja @saa.samtok og @straeto.is á Instagram.

Með því að taka mynd af Jólaálfinum og merkja okkur í story þá ert þú komin/n í pottinn og getur átt möguleika á að vinna 50.000 kr. gjafabréf hjá 66°Norður. Undir Jólaálfinum er að finna QR kóða með öllum helstu upplýsingum. En svo er jólaálfurinn þinn og þú geymir hann vel ef þú skyldir vinna leikinn.

Leikurinn er ekki flóknari en þetta!

Hafðu augun opin ef þú finnur lítinn Jólaálf í strætóvagninum þínum og þú gætir unnið veglegan vinning frá 66°Norður.

Dregið verður úr leiknum þann 15. desember.

.