Beiðni um þjónustu
Ef þú vilt taka fyrsta skrefið til bata þá getur þú óskað eftir þjónustu SÁÁ með því að hafa samband í síma 530-7600 eða senda beiðni í samráði við fagfólk.
Ef fagaðili telur að þjónusta SÁÁ sé viðeigandi þá sendir hann beiðni til SÁÁ. Fagaðilar eru til dæmis, heimilislæknir, heilbrigiðsmenntaðir starfsmenn þverfaglegs teymis, félagsráðgjafar, Barnavernd og fleiri.
Ef þú þarft þjónustu strax er best að snúa sér til Landspítala.
Einstaklingsmiðuð áætlun um þjónustu.
Þegar beiðni hefur borist svarað er hún rýnd af þverfaglegu inntökuteymi. Mikil eftirspurn er eftir meðferð og eru fagleg viðmið höfð að leiðarljósi til að bregðast skjótt við þörf fyrir þjónustu.
Ef óljóst er hvort meðferð sé tímabær eða hæfi einstaklingnum getur hann verið boðaður í viðtal hjá fagaðilum SÁÁ í frekari mat.
Fyrsta skrefið: Jafnvægi náð og áætlun gerð
Meðferð hefst á Sjúkrahúsinu Vogi.
Ef þörf er á læknisfræðilegu inngripi til að stöðva neyslu þá er fráhvarfsmeðferð veitt á Sjúkrahúsinu Vogi af læknum, hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Fyrsta skrefið er því að ná líkamlegu jafnvægi. Samhliða fráhvarfsmeðferð hefst sálfélagsleg meðfeð sem er fólgin í fræðslu um fíknsjúkdóminn og hópmeðferð til að styðja við innsæi og hvetja áhuga til breytinga. Í kjölfarið er næsta skref í bata undirbúið og meðferðaráætlun gerð.
Meðferð hefst í göngudeild – Grunnmeðferð.
Ef ekki þarf afeitrunarmeðferð getur sálfélagsleg meðferð hafist á göngudeild. Hún er sambærileg meðferðinni sem veitt er á Vogi og er fyrsta skrefið í átt til breytinga.
Annað skrefið: Dagleg meðferð
Næsta skref er þungamiðja meðferðar þar sem skjólstæðingar fá tækifæri til að einbeita sér að því að ná bata með daglegri meðferðarvinnu. Á þessu stigi muntu ræða við fagaðila sem meta þína líkamlegu, sálfræðilegu, og félagslegu stöðu og skoða hvernig fíknin hefur haft áhrif á líf þitt og fjölskyldu þinnar. Með því að skoða vel stöðu þína er betur hægt að tryggja að meðferðin henti þér. Fagaðilar SÁÁ hafa allir fengið þjálfun í áhugahvetjandi samtali sem leggur áherslu á að valdefla skjólstæðinga og mæta þeirra þörfum. Einnig hefur fagfólk SÁÁ tileinkað sér áfallamiðaða fíknimeðferð til að tryggja að þér líði sem best hjá okkur og upplifir öryggi og skilning á þínu lífi.
Úrræðin okkar byggja á gagnreyndum meðferðum sem hafa sýnt árangur til að ná edrúmennsku. Hvort sem þú ert í göngudeild (meðferð í Von) eða í inniliggjandi meðferð (Vík á Kjalarnesi) er kjarni meðferðar eftirfarandi:
- Einstaklingsráðgjöf
- Sálfélagsleg fræðsla
- Hópmeðferð
- Vinnustofuhópar um sérstök málefni (t.d. samskipti, tilfinningastjórnun, hugræn atferlis nálgun til að stuðla að góðu jafnvægi).
Þriðja skrefið: Vikuleg meðferð
Eftir daglega meðferðarvinnu í 28 daga tekur við meðferð í hópum sem hittast tvisvar í viku. Hér eru fyrstu skrefin stigin í því að fara af stað út í lífið með nýja þekkingu, ný viðhorf, og nýja færni til að takast á við fíknivaka, streitu og álag. Hér er megin áhersla á bakslagsvarnir og stuðningur til að takast á við áskoranir í daglegu lífi. Þessi hluti meðferðar dregur mjög úr bakslagshættu og sýna rannsóknir að batalíkur eru stórauknar ef meðferð varir í 3 mánuði.
Gefðu þér tíma – góðir hlutir gerast hægt og leiðin til bata tekur tíma!