Meðferð við spilafíkn
Meðferð við spilafíkn

Viltu vita meira?
Grunnmeðferð við spilafíkn
Framhaldsmeðferð við spilafíkn
Framhaldsmeðferð við spilafíkn er í Von, Efstaleiti 7. Um er að ræða nýja meðferð við spilavanda. Markmið meðferðarinnar er að styrkja áhugahvötina til að hætta að spila, að auka þekkingu á þeim hugrænu og atferlislegu þáttum sem leiða til spilamennsku, að vinna með þá hugrænu þætti sem viðhalda spilamennsku og að skipuleggja bakslagsvarnir. Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig og ókeypis.
Meðferðin byggir á grunnhugtökum í hugrænni atferlismeðferð (cognitive-behavioral therapy, eða CBT). Þeir sem sækja meðferðina fá íslenska útgáfu af meðfylgjandi verkefnabók sem inniheldur verkefni og fræðslu tengd hverjum tíma fyrir sig.
Þjónusta
Viðtöl við ráðgjafa
Allir sem telja sig hafa vanda vegna fjárhættuspils eiga kost á einkaviðtali við ráðgjafa á göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík eða Hofsbót 4 á Akureyri. Hver sem er getur pantað þar viðtalstíma í síma 530-7600. Í slíku viðtali er hægt að meta stöðuna og fólk getur haft samráð við fagmann um hvort og hvernig hægt er að glíma við vandann. Engar skuldbindingar fylgja því að fara í slíkt viðtal.